Það er miðvikudagskvöld. Sólin sest niður ég kveð þennan ævagamla vin í síðasta skipti. Svitinn drýpur af enni mínu, ég kveiki í útbrunnum vindlingi og ég hlusta á tóbakið snarka þegar það verður eldinum að bráð. Ég stend upp og opna hurðina. Geng útí rökkrið og marka síðustu sporin mín í þessum heimi. Sólin hefur kvatt og myrkrið heilsar. Ég gef sjálfan mig nóttinni á vald.
--------
Áhugaverður inngangur það!
Er einhver annar sem minnist Clint Eastwood við lestur þessa örtexta? Mig langar í kaffi. En ég á ekki kaffi :/ Einhverntímann breytist það, nútíðin er bara tímabundin. HEHE, tímabrandarar eru alltaf góðir! Það er svo gaman að detta eitthvað skondið í hug og geta nánast ekki hætt að hlæja! Ég var að gera mér grein fyrir að ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að skrifa. Það er dálítið skemmtilegt. Hvað viljið þið að ég skrifi um?
Kókdósir? Allt í lagi!
Það er ótrúlega pirrandi að kaupa sér kók í hálfslítra flöskum hér því heimspeki tappagerðar er hér allt öðruvísi en heima. Þið kannist við plast hringinn sem situr eftir á hálsinum þegar maður skrúfar tappann af, er það ekki? Hringurinn situr eftir með tappanum hér í þessu furðulega landi. En ekki þannig að hringurinn sé í heilu lagi, hann situr fastur á einum stað og svo lafir restin af hringnum eitthvað útí loftið og gerir það að verkum að afar tímafrekt og leiðinlegt er að skrúfa bölvaðan tappann aftur á! Þá þarf maður að eyða sirka tíu sekúndum í að ná þessum hring af og það er ekkert smá verk. Svo verður maður ögn pirraður yfir því að hafa þurft að eyða tíma í þetta vesen og maður nýtur ekki þessa ljúffenga kolsýrða drykks með fullri ánægju. Það eru smáatriðin sem eru öðruvísi, að mestu leyti er þetta landa frekar líkt Landi elds og ísa, en örfá svona atriði eru öðruvísi og það getur farið alveg með mann. Minnir mig á atriðið í Amelié þar sem hún breytir smáatriðum í íbúð manns sem henni var illa við, afleiðingin var sú að hann fór næstum yfirum vegna þess að það sem var kunnuglegt var einhvernveginn breytt. Frábær mynd! Án efa ein af þeim bestu. Ef þið hafið ekki séð hana eigið þið að sjá hana núna!
Er að fara til London eftir tíu daga að hitta Sögu og Ella, jeiiii!
Það verður án efa ótrúlega sweet.
Ég er eftir yfirlestur þessa pósts búinn að gera mér grein fyrir að ég er afar hrifinn af upphrópunarmerkjum!!!
Hafið það gott!
(!)
Þó!rður
Wednesday, February 17, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

Haha! Róaðu þig :P
ReplyDeleteFrábært ekki-samhengi í þessum texta.
ReplyDeleteEn góða skemmtun í Lon-Don!
Hafðu það gott elsku bróðir!
Kat!la
HAHAHHAHA
ReplyDeleteVeit áf þér á Rey Jass Café með bók og KAFFI !!!!!! hafðu það gott.
ReplyDelete