Það er svo gaman að fylgjast með hreyfanleika innan ákveðinna félagshópa. Ég man svo vel eftir því að fylgjast með unglingum á menntaskólaballi. Eina ástæðan fyrir því að ég einmennti á þessa furðulega hittinga ungs fólks undir skilmerkjanlegum áhrifum áfengis var til að fylgjast með fyrirsjáanlegri hegðun fólks sem nýtur þess í botn að upplifa lífið án merkjanlegra áhrifa frá samfélaginu og þeirrar hegðunar sem "samþykkt" er af samfélaginu. Samfélagið er blint að mörgu leyti. Þá meina ég ekki endilega að við förum rangt að lífinu. Miklu frekar að við skilgreinum lífið útfrá einstaklingum og samfélagið hefur orðið einhverskonar sameinleg hugmynd um það hvernig einstaklingurinn ætti að vera. Við erum hluti af samfélaginu og samfélagið er svo stór hluti af okkar perónuleika að mikill hluti hegðunar okkar er skilgreind og sett takmörk af samfélaginu sem við erum fædd í. Á sama hátt er hver býfluga fædd inní ákveðið skema sem hún fylgir blindandi. Hún hefur engan rétt á, og hugsar ekki um að ögra þessu hlutverki sem henni hefur verið falið. Lífið sem okkur er gefið er okkur ekki frjálst að túlka að því leyti að samkvæmt okkar skema eigum við að fylgja ákveðnum sporum sem hafa fyrirfram verið mynduð og auðvelt er að feta í. Þetta er svipað því að ganga á skíðum, því að það er mun auðveldara að skíða í sporum sem hafa verið sett niður og margir hafa nýtt sér, það er mun auðveldara að feta í fótspor annarra. Það er skemmtilegt að finna sína eigin leið en það er andskotanum erfiðara að marka sína eigin leið í ókannaðri auðn heldur en að fylgja merktum og gps-merktum leiðum sem maður veit að eru óhultar.
Flestir hugsa ekkert um þessar hefðir sem eru hluti af okkar lífi. Flestir samþykkja það að þeim eru gefnir hæfileikar og þessa hæfileika eigi að nota, samfélaginu til hagsbóta. Valið sem okkur er gefið er það að við megum velja hvaða grein innan atvinnugeirans við veljum. Snilldar kerfi því það verðlaunar þá sem mennta sig með hærri launum og hjálpa þannig náttúrulega Darwin lögmálinu að eiga sér stað.(Að því er við höldum) Þó er það enn þannig að þeir sem eru minna menntaðir eiga það til að eiga börn fyrr og það er einfaldlega líffræðileg staðreynd að þeir sem eiga börn fyrr eru líklegri til að halda því barni á lífi. Ergo: Fleiri börn ómenntaðra manneskja komast af og umhverfisleg áhrif og líffræðileg áhrif stuðla að hrapi í andlegri uppbyggingu og hrapi nútíma samfélags.
Hehhe... þetta var óþarflega svartsýnn texti, ég hef allavega einhverja trú á manninum. Nú hef ég einfaldlega gefið ímynunaraflinu lausan tauminn og skrifað handahófskenndar hugmyndir sem hafa skotið upp kollinum í grastorfu huga míns. Þetta er eflaust afar ruglingslegt en mér þótti bara gott að skrifa, það er ótrúlega gott að geta skrifa, ekki skoða það sem maður hefur skrifað og auglýsa það heiminum. Minnir mann á náttúrulegt samtal, nema bara að samtalið er einvítt og enginn tekur þátt í því nema bara einn hugur.
Vona að þið hafið það gott :)
Þórður
Wednesday, February 10, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

Skil ekki af hverju mér tekst ekki að senda comments!!!!
ReplyDeleteSkemmtilegar hugleiðingar, hef komist að því að ég hef svipað skilyrt félagslegt atferli og Greta, ég þoli ekki hennar en mitt veitir henni öryggi!
ReplyDelete