Monday, March 8, 2010

London og læmingjar


Afvhverju í ósköpunum heitir blogg ekki BLOBB! Það er mikið skemmtilegra orð og gefur manni betri ástæðu til að skrifa innihaldsminni færslur. Hugsið ykkur, ef að ég skrifaði á facebook:" Ég var að skrifa nýtt blobb" Lífið væri svo skemmtilegt. Þá gæti ég skrifað eftirfarandi og það væri réttlætanlegt blogg ef að blogg væri BLOBB:

-Start of BLOBB- "Einu sinni á maí kvöldi, austur í Rangárvallasýslu, gerðist í pínulítilli lægð, svoldið sem fáir vita" End of BLOBB-

Stundum er betra ef eitthvað er minna, svona eins og .... símar.
Auðveldara að lesa, mjög torskilin merking og því meira rými gefið fyrir persónulegar vangaveltur um hugarástand viðkomandi skrifenda. Orðið BLOBB gefur til kynna að það sé frekar handahófskennd hugmynd, eitthvað sem erfitt er að henda reiður á. Eitthvað torskilið og spennandi. Svolítið eins og samtal neðansjávar, í sundlaug. Maður heyrir ekki nákvæmlega það sem hinn aðilinn segir en það er skemmtilegt því að allt er svo öðruvísi og framandi!

Úr einu í annað, eins og svo oft áður er ekki eitthvað eitt sérstakt sem mig langar að deila með ykkur, fannst bara kominn tími til, eftir hálfsmánaðar-hlé, að ljúka upp hurðum reynslu minnar. Ég fór til London að heimsækja systur mína og mág minn. Þetta var án efa besta vetrarfrí ævi minnar, og mjög líklega huggulegasta utanlandsferð í manna minnum (það er að segja mínum eigin). Ég hélt af stað í hið langa ferðalag yfir Norðursjó. Því það kemur á óvart að ferðin til Bretlands tekur tiltölulega lengri tíma en ferðin heim til Íslands. Aðalástæðan er sú að flugvöllurinn sem hýsir Ryan Air í Noregi er á suður-Noregi. Af þeim sökum þurfti ég að taka lest til Osló, og svo aðra lest til Sandefjord. Það er sirka fimm tíma ferðalag. Svo er flugtíminn tæpar tvær klukkustundir. Mér fannst vegalengdin milli Noregs og Bretlands ekki svo löng í huganum. En þegar til Stansted var komið þurfti ég að taka lestina til Liverpool Station þar sem Elli tók á móti mér í myndarlegri ullarpeysu og hatt. Rúta heim á Graham Road og þar beið óþreyjufull og húsmóðurleg systir mín eftir mér og Unnur systir Tryggva kærasta Kötlu, sem var á leiðinni til Brasilíu á sunnudeginum. Dagarnir sem fylgdu voru fullir af ævintýrum og góðum mat. Við fórum meðal annars til Camden sem er ævintýralegur sögufrægur markaður í London sem selur allt frá hasspípum til taílenskra teppa. Svo skoðuðum við Brick lane sem er trendy gata með fjöldann allan af búðum og tilheyrandi. Við fórum í lautarferð í Hyde park í sumarsól og hita og héngum á Ray´s jazz Café, sem bauð uppá frábært Latté og bananakökur til að deyja fyrir. Þetta var yndisleg ferð bæði fyrir bragð- og sjónlaukana  Borðaði amerískan diner-mat, indverskan “Go-away” mat :P og víetnamskan heimilimat. Takk Saga og Elli fyrir frábæran tíma!! Þessu verður seint gleymt!

Allt að gerast, fullt af verkefnum. Sit núna og skrifa, hlusta á Fleetwood Mac og drekk kaffi. Framundan er hljómfræði, orgel-undirbúningur, tónleikaferðalag, heimspeki, söngleikja-tónleikar, hlaup og svefn (vonandi).
Bið að heilsa ykkur, páskafríið nálgast óðfluga og allt er gott!
Kveðja, Þórður Sigurðarson

1 comment:

  1. læmingjar?

    manstu eftir þessu? http://camanis.net/lemmings/img/screenshots/lemmings.png

    ReplyDelete