Handan við allt sem heimur telur, liggur lítið bú
smávaxin kona situr og prjónar, kann heklið sú
prjónar og prjónar, saumar og saumar
milli handtaka, að sjálfri sér viskuorði laumar
Enginn sem heyrir né sér, því hún ein í heimi er
enginn dirfist að líta í bakgarð annan, en heima hjá sér
-
Ég held að fáir geti verið mér ósammála þegar ég segi að sköpun, hvaða form sem hún kynni að taka, sé yndislegust þegar hún er án átaks. Þegar maður tekur ekki meðvitaða ákvörðun um að skapa eitthvað, heldur þegar sköpunin þarf ekki hvatningu, hún er þegar til staðar. Hún bíður einfaldlega eftir því að einhveri taki við henni og geri hana að raunveruleika. Πλάτων ((Plátōn)Plató) setti fram þá kenningu að allt ætti sér frummynd. Hver steinn og hvert strá ætti sér sína fyrirmynd á tilteknum stað og að veruleika-myndun hans í okkar heimi ætti sér uppskrift. Hann vildi þó meina að það væri til grunn-frummynd af hverju fyrirbæri, eins og að það væri til ein grunnfyrirmynd stólsins. Ég á við þess skonar sköpun. Þegar sköpunarverk tekur á sig mynd án fyrirhafnar og án þess að raunveruleg hugsun eða umræða við mann sjálfan eigi sér stað. Það er svo yndislegt að þurfa ekki að ákveða að skapa eitthvað, því stundum er það þannig að loka-eintakið verður of þvingað ef listaverkið er of úthugsað:"Nú ætla ég að skrifa niður Vals í Eb-dúr." Það er svo þægilegt að setjast niður án fyrirætlana um að skapa eitthvað. Heldur bara að leyfa þeirri rödd sem manni hefur verið gefin að tala í gegnum sig og í raun hafa sinn frjálsa vilja. Stundum er það ágætt að hugsa ekkert alltof mikið um það sem manni er gefið að skapa. Innsæi og upprunalegur innblástur er oft nóg til að verða valdur að listaverki sem gefur manni sjálfum, og vonandi öðrum ánægju.
Það er líklega vegna þess sem ég er hrifinn af spuna-tónlist þ.á.m. jazz. Það er eitthvað svo heillandi við list sem er sköpuð án tillits til mistaka og misfella. Það er kannski hægt að líkja því við lífið sjálft. Blóm vex eins og hennar er von og vísa. Þegar hún er fullvaxin tekur hún ekki skyndilega upp á því að breyta einu laufi eða eitthvað slíkt. Plantan er eins og hún er og allt sem vex er yndislegt.
Sumir halda því fram að þeir séu ekki listamenn. Það finnst mér fljótfærnislega sagt. Allir sem lifa eru listamenn því list er það að skapa, og þótt að flest okkar lifa kannski reglubundu lífi er alltaf eitthvað óvænt sem við þurfum að kljást við. Það er einmitt grundvallandi takmark listarinnar. Að takast á við það óvænta.
Kúnstin er að leyfa lífinu að vera vaxandi blóm. Það er alltaf hægt að bæta við doppu hér eða lit þar. Það er aldrei of seint að vaxa, aldrei of seint að horfast í augu við það óvænta og þroskast eftir baráttuna.
Lífið er áskorun, takstu á við hana og úr áskoruninni verður takmark sem hægt er að ná. Og takmörk, draumar, er það sem mótar líf nútíma-mannsins.
Þórður Sigurðarson
Friday, March 19, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

Að skapa eða ekki skapa er... svarið?
ReplyDeleteSkemmtilegt og 'frum'legt blogg! Gaman að hugtakið frumlegt skuli hafa - frum - í sér. mótsagnakennt? En eins og Einar Ben orti: "Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja" !
vel sagt. Furðulegt nokk hugsaði ég ekki út í akkúrat þetta þegar skrifað var. Mér finnst ægilega notalegt þegar skrifaðar eru athugasemdir sem varpa "nýju" ljósi á það sem er til umræðu.
ReplyDelete