Monday, August 31, 2009

Medgangan

Niu manudir. Niu manudir i voxt, uppbyggingu og gledi. Eg se ekki afhverju eg ætti ekki ad likja dvol minni her i Noregi vid medgongu og svo loks fædingu litils barns. Eg ætla ekkert ad vera ad blanda getnadinum inn i thetta, thvi thetta andlega barn mitt er af heilogum anda komid :) Eg hef tæplega eitt ar til ad endurhugsa og vonandi endurskipuleggja lif mitt. Hver utkoman verdur, thar verdum vid ad bida og sja. Satt best ad segja vil eg ekki vita hvort barnid er strakur eda stelpa. Eg held ad her geti eg gert allt sem eg vissi ekki ad eg gæti. Med nykominni solinni her i Gjøvik fædist von og bjartsyni i minu kramda og vannærda hjarta. A laugardaginn var foreldradagur og stadgengils foreldri mitt her i Noregi, systir pabba kom og kynntist stadnum og adstodu minni her. Herbergisfelagi minn er framar ollum vonum. Hann hefur ekki bara nanast sama tonlistarsmekk og eg, hann er lika thessi prydisnaungi. Hann er med mig i nokkurskonar praktisku norsku nami og thad er mjog hentugt ad hann er med oslo-området mallyskuna sem er su mallyska sem eg a audveldast med ad skilja. Eg held ad eg kunni meira i norsku en eg vil vera lata, en se bara einfaldlega dalitid banginn vid ad tala af otta vid ad segja einhverja bolvada vitleysu. Thessi otti er smam saman ad hverfa thvi tilfinningin fyrir malinu er ad batna. Thid ættud liklega ad buast vid thvi ad taka a moti malodum einstaklingi thegar eg sny heim thvi fjarveran fra modurmalinu byggir upp i mer mikla thorf til ad lata gamminn geysa um allt og ekkert, adallega ekkert, a gomlu godu frònskunni. Thessa dagana er otrulega gott vedur og tha kemur strandblakvollurinn i godar notir. Adstadan til hlaupa her er brjalædislega god. Thad liggur huggulegur og vel hirtur stigur medfram vatninu og thad er otrulega thægilegt og skemmtilegt ad skokka a honum og umhverfid skemmir ekki fyrir. I dag er fyrsti eiginlegi kennsludagurinn og thvi er thad fyrst i dag sem eg ma snerta hljodfærid mitt. Thad var alveg otrulega god tilfinning. Thad er virkilega god adstada til æfinga her og nædid algjort. Timarnir byrja eftir hadegi i dag og svo er thad bara keyrsla, einhversstadar a milli annars og thridja girs. Fjordi og fimmti girinn komast i gagnid einhverntimann eftir haustfri.
Allt i godu, og flest ad batna, fyrir utan ad eg er med einhverja leidinda halsbolgu. En thad er ekkert til ad væla yfir. Vona ad allir heima hafi thad gott og feti veginn til visku og velsemdar.
Kvedja,
Thordur Sigurdarson

Wednesday, August 26, 2009

Et nytt språk

Sæl verid thid oll. Eg bidst afsokunar a ad eg geti ekki skrifad med islensku lyklabordi en adgangsord og tilhørende er ekki enn komid i hendur okkar nemendanna. En Thad er kannski videigandi ad skrifa a norskt lyklabord thegar drogin ad fyrsta norska blogginu minu verda til. Her er allt frekar rolegt. Thessir fyrstu dagar eru bara innskraningardagar og thvi engin formleg kennsla i gangi. Svaedid er frabaert og utsynid ur herberginu minu er yfir stærsta vatn Noregs, Mjøsa. Thad er audvitad dalitid strembid ad komast inn i samrædur folks og thvi virdist eg orugglega vera stereo-typan af mystiska leyndardomsfulla utlendingnum. En eg finn ad skilningurinn er ad koma og tungumala-throskuldurinn fer vonandi ad brotna nidur og skolast burt med frafallinu i vatninu. Ad mynda tengsl vid annad folk a tungumali sem er manni ekki edlilegt er svolitid eins og ad skrifa bok an thess ad hafa gert naudsynlega heimildaoflun. Thad verdur alltaf dalitid sundurlaust og tætingslegt. En um leid og einhverskonar heildarmynd kemst a soguna er audvelt ad laga byrjunina ad thvi sem seinna kemur, thad er, kynnast upp a nytt, aftur.
Nuna er thetta allt ad sygjast inn i mig, og stadreyndin ad eg se fjoldann allan af kilometrum fra vinum, vandamonnum og landinu sem ol mig er smam saman ad taka fasta mynd i kollinum a mer. Eg hef tho ekki miklar ahyggjur og hef margt til ad hlakka til. Eg er satt best ad segja ekkert ogurlega hrifinn af thessum innsetningardogum thar sem eg tharf ad reida mig a bjagada norsku thvi mitt tungumal er tonlistin og mer finnst svo sannarlega best ad tja mig med svortum og hvitum notum. Eg er nuna ad fara i fyrsta hlaupaturinn minn a thessum framandi strondum og tho ad sporin min i sandinum vari ekki lengi vona eg ad sandurinn og fegurd stadarins sitji i mer. Eg oska ykkur sem lesa og ollum theim sem mer thykir vænt um velfarnadar og lukku i lifsins verkum.
Þórður Sigurðarson

Saturday, August 8, 2009

Upphafið

Sæl verið þið öll! Þessi skrif verða öll tileinkuð ferð minni til Noregs og ævintýrum sem þar eiga (vonandi) eftir að eiga sér stað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig lífi mínu verður háttað þar í landi og ekki heldur hvort að ég verð í stöðugu netsambandi. Af þeim sökum veit ég ekki hvort skrifin verða regluleg eða aðeins minna regluleg. En mig langar að deila með vinum mínum og vandamönnum þeim verkefnum og þeim áskorunum sem á fjöru mína rekur. Ég fer út 21. ágúst og þá hefst hið síunga ævintýri Þórðar Sigurðarsonar. Ævintýri lífsins. Ég vona eins og hver rithöfundur að einhver lesi þessa texta sem birtast hér og hafi gagn og gaman að.
Með von um gleði og hamingju,
Þórður Sigurðarson