Monday, August 31, 2009

Medgangan

Niu manudir. Niu manudir i voxt, uppbyggingu og gledi. Eg se ekki afhverju eg ætti ekki ad likja dvol minni her i Noregi vid medgongu og svo loks fædingu litils barns. Eg ætla ekkert ad vera ad blanda getnadinum inn i thetta, thvi thetta andlega barn mitt er af heilogum anda komid :) Eg hef tæplega eitt ar til ad endurhugsa og vonandi endurskipuleggja lif mitt. Hver utkoman verdur, thar verdum vid ad bida og sja. Satt best ad segja vil eg ekki vita hvort barnid er strakur eda stelpa. Eg held ad her geti eg gert allt sem eg vissi ekki ad eg gæti. Med nykominni solinni her i Gjøvik fædist von og bjartsyni i minu kramda og vannærda hjarta. A laugardaginn var foreldradagur og stadgengils foreldri mitt her i Noregi, systir pabba kom og kynntist stadnum og adstodu minni her. Herbergisfelagi minn er framar ollum vonum. Hann hefur ekki bara nanast sama tonlistarsmekk og eg, hann er lika thessi prydisnaungi. Hann er med mig i nokkurskonar praktisku norsku nami og thad er mjog hentugt ad hann er med oslo-området mallyskuna sem er su mallyska sem eg a audveldast med ad skilja. Eg held ad eg kunni meira i norsku en eg vil vera lata, en se bara einfaldlega dalitid banginn vid ad tala af otta vid ad segja einhverja bolvada vitleysu. Thessi otti er smam saman ad hverfa thvi tilfinningin fyrir malinu er ad batna. Thid ættud liklega ad buast vid thvi ad taka a moti malodum einstaklingi thegar eg sny heim thvi fjarveran fra modurmalinu byggir upp i mer mikla thorf til ad lata gamminn geysa um allt og ekkert, adallega ekkert, a gomlu godu frònskunni. Thessa dagana er otrulega gott vedur og tha kemur strandblakvollurinn i godar notir. Adstadan til hlaupa her er brjalædislega god. Thad liggur huggulegur og vel hirtur stigur medfram vatninu og thad er otrulega thægilegt og skemmtilegt ad skokka a honum og umhverfid skemmir ekki fyrir. I dag er fyrsti eiginlegi kennsludagurinn og thvi er thad fyrst i dag sem eg ma snerta hljodfærid mitt. Thad var alveg otrulega god tilfinning. Thad er virkilega god adstada til æfinga her og nædid algjort. Timarnir byrja eftir hadegi i dag og svo er thad bara keyrsla, einhversstadar a milli annars og thridja girs. Fjordi og fimmti girinn komast i gagnid einhverntimann eftir haustfri.
Allt i godu, og flest ad batna, fyrir utan ad eg er med einhverja leidinda halsbolgu. En thad er ekkert til ad væla yfir. Vona ad allir heima hafi thad gott og feti veginn til visku og velsemdar.
Kvedja,
Thordur Sigurdarson

4 comments:

  1. Ef svona texti er það sem við má búast við þér í allan vetur þá er ég ekki hræddur um að sakna þín. Hugsanlega sæki ég inspirisjón hingað í textana þína fyrir ritlistina.
    Hlakka mikið til að lesa meira og gott að heyra hve vel gengur.
    Ég er að fara í fyrsta tíma minn í skólanum innan skamms, sjáum hvernig fer.

    ReplyDelete
  2. What, MacFeegle er víst ég, Sigursteinn, ég veit ekki hvernig ég á að breyta því. Ég heiti hér með MacFeegle

    ReplyDelete
  3. Sæll vinur! Mig dreymdi mjög skemmtilegan draum, þar sem meðal annars við þrír (MacFeeble included) vorum að ferðast í flugvélum. Jeb, Í flugvélum, en ekki með, þar sem þær tókust aldrei á loft. Við ráfuðum fram og til baka í góðri stemmningu, málglaðir og almennt glaðir (vonandi er ég berdreyminn, en ef eitthvað má marka þessi skrif þín hér (gaman að sjá fordæmi fyrir miklum og góðum skrifum inni á þessu bloggi (sjálfur er ég þó hlynntur ofnotkunar á svigum, í dag, en ég bý það bara til fyrir sjálfan mig (þar sem ég fann ekkert inni á þínu bloggi))) þá mun bæði gæði og magn leiðast hönd í hönd með glæsilegri útkomu) en allir voru einnig með varasalva af ýmsum gerðum sem við notuðum við hvert tækifæri. (Búinn að fara í gegnum svigana og skilja þessa klessu?) Sú notkun (varasalvanna, ekki sviganna) mun eflaust hafa stuðlað að liðkun málbeinsins hjá okkur eins og raun (..eða, draumaskynjunin) bar vitni. Síðan var ég með fullt hús í poker, en það var annar draumur.


    En að öðru[m raunum og vitnum]; þú ert örugglega fyrr kominn yfir “tungumálaþröskuldinn” áður en þú gerir þér fulla grein fyrir því og ég held að þú meira að segja gerir þér grein fyrir því (þeirri staðreynd). Frábært að herbergisfélaginn þinn geti hjálpað þér og sé með góðan smekk; það er ekki verra. (Tungumálaþröskuldurinn er sem sagt rauninn, herbergisfélaginn vitnið.)


    Það hefur örugglega verið gott að fá einn rúmmangara (ákvað að búa til orð í staðinn fyrir “herbergisfélagi”, finnst það ekki með þjálli orðum (“þjáll” er reyndar síst þjálast orða)) og það hann selji þér norskuna ekki dýrari en á örlítið rúmleysi er varla hægt að kalla rúmlegt, eða hvað?

    ..Rúmmálsfræði?

    Ísland er enn að reyna ná áttum eftir “útför” þína, (nei, hætti ég nú alveg!) þó það hafi ef til vill ekki enn viðurkennt neina fjarvist; sú hugmynd væri of súrrealískt. En vonandi mun Noregur reynast hin besta ljósmóðir, veita þér stuðning og hjálpa með fæðinguna; hvort sem er í anda Sigríðar (langömmu minnar heitinnar) eða Sókratesar.

    Jæja, þar sem ég er kominn að Sókratesi, held ég að ég hætti hér.

    Ég hlakka til að lesa meira um þitt ævintýri og um þig, eftir þig (ég er ennþá dáldið eftir mig, eftir brottförina, Þórður Sig) (rapp! Skólarapp!) (?)




    Kær kveðja,
    Ísland

    ReplyDelete
  4. elska að lesa bloggið þitt lille bro

    ReplyDelete