Tuesday, September 29, 2009

Handahófskenndar minningar og útúrdúrar

Ég fékk alltíeinu hugmynd á leið um votlendi og skóglendi Noregs að endurminningar Þórðar Sigurðarsonar yrðu ekki bara áhugaverðar heldur mögulega líka nokkuð skemmtilegar. Þrátt fyrir allt hefur líf mitt verið atburðaríkt og skemmtilegt. Staðreyndin er sú að fjöldi híbýla og fjöldi atburða og magn reynslu hefur kannski verið ögn fjölbreyttara hjá mér en hjá meðal Þórðinum í þessu aumkunarverða lýðveldi. Ég hef búið á nánast hverju einasta horni á þessu landi (ef frá eru talin norð-vestur og norð-austur hornin) og reynslan hefur sýnt mér að Íslendingar eru gott fólk, sem sakir miskunnarlausra náttúruhamfara og ytri fjárhagslegra eða menningarlegra miska hefr alltaf lútið í minni pokann fyrir sjálfu sér. Ég þakka Guði fyrir það að ég er ekki staddur á Íslandi í dag þegar eintómar endurminningar enduróma í gegnum sjónvarpsskjái landa minna um ósköpin sem dundu á þjóðinni fyrir akkúrat ári síðan þegar fjárhagskerfi HEIMSINS ( sem er í augum Íslendinga, fjárhagskerfi Íslendinga) hrundi og tók með sér móral landsins niður til helvítis og lengra. Í Noregi eru allir glaðir og hamingjan smitar útfrá sér. Hér kvartar og kveinar enginn yfir því þegar rignir ólíkt Íslendingum sem byrja að kvarta þegar það hefur rignt í 8 mínútur. Hér eru allir hjálpsamir og skilningsríkir og vilja allt gott gera, þeim sem gott eiga skilið.
Það hefðu eflaust ýmsir áhuga á að heyra atburðum lífs míns gerð skil þar sem ég hef nánast engum sagt frá þeim, nema örfáum útvöldum og einn af þeim áhugasömu yrði enginn annar en virðingarfyllstur, ég sjálfur. Ég hef þörf á sögumanni og besti sögumaðurinn er án efa sá sem segir í fyrstu persónur, og í tilviki minna eigin skrifa er það (því miður) ég sjálfur. (Obvious)

- ofanritað er af baksíðu endurminninga minna -
Handahófskenndar minningar og útúrdúrar koma út innan 60 ára. Endilega setjð inn pöntun hjá næstu bókabúð sem fyrst.... fyrstu prentanir að seljast upp!

Þórður Sigurðarson

4 comments:

  1. hahaha snillingur.

    ég vil hér með leggja inn pöntun að bókinni. bíð spennt. vona að ég fái áritaða bók, svona í gegnum klíkuskap...?

    við tryggvi fórum í klifurhúsið í fyrsta skipti síðan í maí. þín var sárt saknað.

    ReplyDelete
  2. Ég hlakka til að lesa minningarnar!

    ..Ég skrifaði dálk um samkennd og sálfræðirannsóknir.. en ég þurrkaði það út.

    Í staðinn færðu ljóð!



    Tældur af forspili staðnaðar stundar
    ég streymdi að veröld án tíma og rúms.
    Í fjarska ég sá hvar blekkingin blundar
    og brá mér, til skærara húms.

    ReplyDelete
  3. það er ekki nóg með að endurminningar um bankahrunið eru á sjónvarpsskjáum okkar hérna í lang-í-burtu-en-samt-ekkert-svo-þar-sem-þú-ert-bara-í-noregi-Íslandi heldur er líka verið að sýna skár1 í 10 ár á hinni sjóvarpsstöðinni!
    við erum haldin einhverri sjúklegri fortíðarþrá...

    vona að þú hafir það mega gott í norge!
    sniðugt blogg.

    ReplyDelete
  4. Það er gott að rifja upp gömlu tímana! Ó muniði þegar okkar elskulega Johnny National tók viðtal við gamla gyðingja- og svertingjahatarann. Those were the days...
    Rigning fyrir Norðmönnum er jafnalgeng og gluggaveður fyrir Íslendingum; fáránlegt að kvarta yfir því. Svo er norska krónan með sterkustu gjaldmiðlum í heimi, ef Norðmaður kvartar yfir því hefurðu karmaleyfi til þess að klippa af honum litlu tærnar.
    Kossar og knúsar frá Íslandi!

    ReplyDelete