Saturday, September 12, 2009

Sviar eru sviiiit!!!

A tveimur timum hefur madur yfirgefid Noreg timabundid og er kominn til mekka odyrra kaupa og snus, Svithjodar. Tilgangurinn er ad kupla sig utur afar afsloppudu skolasamhengi, og inn i enn afslappadra siglingasamhengi. Skiptingin gekk snurdulaust fyrir sig. Vid komum hingad i gær og eg uppgotvadi sjonvarpsseriu sem heitir Mad Men og mæli sterklega med. Eg og frændi minn erum ad verda bunir med fyrstu seriu og eigum eina til goda. I morgun vaknadi eg klukkan 11 olikt vanalegu Viken rutinunni minni sem byrjar dagsdaglega klukkan sjo. Eg bordadi nybakad baguette med sænskum husosti og heimalogudu jardarberjasultunni sem er fyrir longu ordin heimsfræg innan fjolskyldunnar. Svo helt hersinginn ut a golfvoll thar sem vid æfdum sveifluna okkar sem thurfti alvarlega ad endurbæta. Vedrid er buid ad vera frabært svo tha la beint vid eftir thad ad halda ut a skerjagardinn a yndislegu skutunni hans Øyvind og Kristinar og eg var svo heppinn ad fa ad stjorna og eg uppgotvadi ad siglingaastin blundar i mer, frekar lausum svefni. Eg gæti vel hugsad mer ad læra betur a heim skutusiglinga og i algleymingi sigla oldur hafsins sem og oldur mins eigin huga, thvi hugurinn og hafid eru brædur ad minu mati. Nuna fyllir lyktin af lauki steiktan i oliu husid og maturinn nalgast odfluga. Hvort kom a undan matmalstiminn eda bloggid? I minu tilfelli kemur matur a undan ollu odru og thvi segi eg skilid vid ritstorfin og bid ad heilsa ykkur kæra folk og vona ad værd og vinatta fylli hjortu ykkar og ad sma skammtur af rolegheitum svithjodar blasi yfir atlantshafid til ykkar.
kvedja,
Thordur

3 comments:

  1. Áhugverð tilviljun, ég uppgötvaði einmitt Mad Men þættina fyrir nokkru, frábærir þættir! Ég gæti talað svo gott sem útí hið óendanlega um hve vel gerðir þættirnir eru, allt frá mjög trúverðugri sviðsmynd, búningum og "propsum" til myndatökunnar og þeirri lúmsku listrænu tjáningu sem henni er beitt af, sem sést einmitt hve best í skotum af Draper (dulúðinn um hann mögnuð með að mynda hann oftar en ekki með bakið í myndinni á meðan "þrýstingurinn" er á viðmælendanum). Ahh.. sixties, anyway, með betri seríum sem ég hef séð.

    Svíar eru ágætir, langar að deila einu sem einn þeirra sagði:


    “What makes loneliness an anguish is not that I have no one to share my burden, but this: I have only my own burden to bear.”

    ReplyDelete
  2. hey! ég er líka að horfa á Mad Men. En heyrðu, ertu ekki ennþá búinn að horfa á Arrested Development? Þeir eru hræðilega fyndnir og láta manni líða vel (veit að í okkur leynist sama aulahúmorsfyndnin).

    ReplyDelete
  3. Fer ekki að koma ný færsla...? Sakna þín bró.

    ReplyDelete