Friday, January 22, 2010

Enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur!

Ég stóð í te-stofunni í morgun eftir morgunmat og þrif, og horfði útum gluggann á snjómergðina. Hér fyrir utan eru nokkrir bekkir sem nýtast vel á sumrin. En núna eru þeir hins vegar þaktir í snjó og sökum frostsins er snjóbakkinn sem situr á bekknum hærri en bakið sjálft. Þá rann allt í einu upp fyrir mér að síðan ég kom hingað hefur ekki bærst strá vegna vinds né golu. Ég var svo hissa að ég hafði ekki uppgötvað þetta fyrr að ég starði bara út um gluggann og dáðist að þessu viðvarandi vind-leysi.
Þá langaði mig svo innilega til að stíga út og finna fyrir golu og kannski smá úða að það jaðraði við þráhyggju! Það er ekki endilega það að ég sé í heimþrár kasti, það var bara þessi eini hlutur sem ég saknaði. Annars líður mér alveg frábærlega og er ánægður með nútíðina framtíðina og fortíðina svona í bili :P
Það kom mér einfaldlega á óvart að ég gæti nokkurntímann saknað sudda-veðursins á Íslandi, eins og það gat nú verið þreytandi þegar maður vaknaði súr og úrillur á morgnanna og þurfti að fara í skólann.
.. ojæja nóg um það.

Annars er bara allt gott að frétta eins og sagt er, og í raun lítið að gerast akkúrat núna. Ég er á fullu að æfa mig fyrir inntökupróf og les hljómfræði af áður óþekktum áhuga. Það er dálítið öðruvísi að gera hlutina þegar maður ákveður að taka af skarið sjálfur. Framundan er frí-helgi "heima" í Hönefoss, undirbúningur fyrir tónleikaferðalag, ferð til sissu í Londres og margt annað stórskemmtilegt. Svo vil ég bara segja að ég átti yndislegan afmælisdag þótt það hafi verið ljúfsárt að vera að heiman á þessum merkisdegi, maður á dálítið auðvelt með að venjast því að fá súkkulaði-croissant og appelsínudjús í morgunmat eins og var venjan heima :) Allir voru þó mjög hamingju-óska-gefandi og svona þegar allt var í pottinn komið, varð þetta ágætis "súpa".

Jææææjjjja, bara svona þúst aðeins að lol skrifa svona smá skilru!
Þórður Sigurðarson

1 comment: