Thad er faranlegt ad hugsa til thess hvad timinn lidur hratt. Hver dagur er buinn adur en eg get sagt bringebærsyltetøy! Skolinn er a fullu nuna og allt er skemmtilegt fyrir utan einn faranlega langan Musikproduksjon tima eftir hadegi a midvikudogum. Midvikudagar ætla ad verda their dagar a minni skolagongu sem valda mer hvad mestu hugarvili, thvi a midvikudogum i Kirkjubæjarskola var handavinna, sem eg reyndi eftir fremsta megni ad fordast. Tha bra eg a thad rad ad vakna klukkan fimm um morguninn og horfa a Cartoon Network til ad undirbua mig andlega fyrir atokin sem koma skyldu. Nu a eg i erfidleikum med ad vakna a rettum tima og thad hvarflar ekki ad mer ad reyna ad vakna tveimur timum fyrr til ad horfa i 3. sinn a fjordu seriu af House. En midvikudagarnir valda mer ekki thad mikilli angist ad thetta se vandamal. Eg komst bara ekki hja thvi ad bera thessa mismunandi reynslu saman. Pianotimarnir eru loksins byrjadir, fyrsti timinn for i ad eg spiladi I Loves you Porgy fyrir kennarann og svo greindum vid Satin Doll. Spennandi timar framundan og eg get ekki bedid eftir ad læra jazzinn aftur, thad er, a frædilegri mata. Nu fæ eg kannski ad vita af hverju eg spila eins og eg spila og afhverju thad er gott eda vont. Pianokennarinn minn er frabær og likist mer dalitid. Great minds..... look a like?
A manudaginn forum vid i enn eina samhristingsferdina en i thetta sinn forum vid til Oppdal sem er vinsæll Hyttu-stadur Nordmanna. Fra Oppdal fer eg beint til Tronjheim til pabba, Elinar og strakanna og thar verd eg i næstum tvær vikur, au-pair/sòfarotta.
Haustid er adeins farid ad kræla a ser, ikornar næla ser i sidustu matarbitana adur en their leggjast undir "feld" og reyna ad thrauka af veturinn. Bjarkirnar eru farnar ad fella laufin og haga ser akkurat ofugt vid flestar adrar lifverur sem reyna ad byrgja sig inn i vetrarfeld til a halda a ser hita. Eg er enn ad sætta mig vid ad eg eigi eftir ad upplifa vetur i utlondum, sem særir næstum thvi blygdunarkennd mina thvi eg tengi utlond vid sumar, jazz og nyplokkadar plomur!
Hafid thad gott, og farid ekki ad fordæmi trjanna heldur haldid fast i laufin ykkar og skjotid rotum enn fastar fyrir veturinn.
Thordur Sigurdarson
Thursday, September 17, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

Þú byrjar á tímanum og endar á trjánum og laufunum. Minnti mig á skemmtilegt ljóð eftir merkan og mikinn hugsuð.
ReplyDeletehallo sofarotta! þeir voru nú ekki slæmir veikindadagarnir á miðvikudögum á Ásum, samlokur og teiknimyndir áður en ég uppgötvaði "þvottapokaheklfóbíuna"!!!!!!!
ReplyDeleteMiðvikudagar hafa alltaf verið langir dagar hjá mér líka. T.d. í versló voru alltaf gítartímar og íþróttatímar, þannig að fyrir utan að dagurinn var langur þá þurfti ég líka að burðast með ótrúlega mikið dót - og ég er þekkt fyrir að burðast með allt of mikið á herðunum samt.
ReplyDeleteGreat minds look sagði skáldið.
ReplyDeleteEnda fegursta skáld sinna tíma.
Hæ! Sko, ég var að tala við Siggu og talið barst til þín og bloggsins. Við vorum sammála um að þú gætir skrifað um svefnvenjur fugla og gert það skemmtilegt og okkur finnst svefnvenjur fugla ekki skemmtilegar.
ReplyDeleteBlogga blogga blogga blogga!! Koma svo bróðir, ég vil nýtt blogg!
ReplyDelete