Sæl verið þið öll. Ég var ekki viss um hvort ég ætti að setja þessa ljóða-tilraun hér inn en þar sem þessi síða er athvarf mitt til að ventla út öllum þeim tilfinningum sem ég kenni, sá ég enga ástæðu til annars! Ég skrifaði þetta held ég 30. desember á síðasta áratugi hehe!
Hlynurinn
Eitt sinn er kvöldi tók að halla
ég hitti gamlan vin
eins og vant er, byrjum við að spjalla
- kunningjarótin er lin
Vegir skildust eins og gengur og gerist
- gott er þó að eiga góða vini
Minningin lifnar og vitundin snerist,
er það tilviljun að við hittumst undir Hlyni?
Okkar leiðir mættust snemma, báðir ungir
vissum þó þrátt fyrir aldur, að sálmar allir heimsins
væru enn ekki allir sungnir
og stjörnur sumar ekki taldar heimsins
Árin liðu, æskan á það til að tefla,
menn í skák, og þeim að óvörum máta
en sumum gefur hún grið, leyfir að efla
sitt eigið sjálf og eigin fjársjóð eftir láta
Forlögin hylla þá frökku
og þrátt fyrir allt erum við ei,
menn sem tefla hvítu móti svörtu
sandi, móti Gleym-mér-ei
Hliðstæður,er það sem dróf okkur í sundur
en þó það sem hélt okkur, ef að er gáð, saman
við erum eins og eyðimerkurlundur
og fíll, sem þrátt fyrir leit, fann ekki ranann
Heimurinn er ekki skapaður fyrir okkar líka
... svartir sauðir meðal þeirra sem teljast rétttir
í þétt skipuðu kerfi er ekki pláss fyrir slíka
sem hugsa að rangt sé að flokka í stéttir
...
Árin liðu, tíminn skilur menn að, en við
hittumst aftur, afturhliðin er að framan
Hlynurinn vakir yfir eins og hlið
við göngum í gegn, við erum saman
Monday, January 18, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment